Undirritaðir skora á Háskóla Íslands að afturkalla fyrirhugaðar breytingar á fjarnámi í Leikskólakennarafræðum
Fyrirhugaðar breytingar á fjarnámi í Leikskólakennarafræðum eru útfærðar án kynningar eða samráðs við núverandi eða ný innritaða nemendur í leikskólakennarafræðum.
Samkvæmt nýframkomnum upplýsingum hefur verið ákveðið að stór hluti kennslunnar verði að staðnámi með margra tíma fjarveru frá vinnu í hverri einustu viku. Tímasetningar kennslustunda er skipulagt á sama tíma og mest álag er í leikskólum og ekki síst þegar mest af faglegu starfi skólanna fer fram - á morgnana.
Við skorum á Háskóla Íslands að falla frá breytingunum og færa fjarnám í fyrra horf svo komast megi hjá því að setja nám okkar og störf leikskóla, um land allt, í uppnám.
Berglind Björgvinsdóttir Hafðu samband við höfund undirskriftarlistans
Tilkynning frá stjórnanda þessarar vefsíðuVið höfum lokað þessari undirskriftasafnan og fjarlægt persónulegar upplýsingar um undirritendur.Almenn persónuverndarreglugerð Evrópusambandsins (GDPR) krefst lögmætrar ástæðu fyrir geymslu persónuupplýsinga og að upplýsingarnar séu geymdar eins stutt og mögulegt er. |