Friðum Langasand.
Friðum Langasand.
Við undirituð skorum á bæjaryfirvöld Akraneskaupstaðar að endurskoða framkvæmdir við Langasand og tryggja óraskaða framtíð hans.
Það sem tapast af Langasandi við þær framkvæmdir sem nú er verið að gera er vissulega ekkert í líkingu við það sem gert var þegar sementsverksmiðjan var reist. En við slíka framkvæmd þarf að hafa í huga hvert samhengið er. Hér er ekki aðeins um lítið rask á sandinum að ræða heldur viðbót við þau spjöll sem unnin hafa verið. Björn þór Björnsson orðar þetta mjög vel í grein sinni "Væri ekki nær að friða Langasand. https://skessuhorn.is/adsendar-greinar/vaeri-ekki-naer-ad-frida-langasand/?fbclid=IwAR3LHCs5grRkupcv9hqU913OlN6HRNZEnbFEx1OnK-R-85dfYW0WRqxVWnY
Verjum náttúruperlu Skagamanna og friðum Langasand.
Sigrún Ríkharðsdóttir Hafðu samband við höfund undirskriftarlistans
Tilkynning frá stjórnanda þessarar vefsíðuVið höfum lokað þessari undirskriftasafnan og fjarlægt persónulegar upplýsingar um undirritendur.Almenn persónuverndarreglugerð Evrópusambandsins (GDPR) krefst lögmætrar ástæðu fyrir geymslu persónuupplýsinga og að upplýsingarnar séu geymdar eins stutt og mögulegt er. |